mánudagur, maí 17

Komiði sæl og blessuð eftir langa pásu! Ég vil bara biðja ykkur afsökunar á sinnuleysi mínu ég er bara ekki búin að vera mikið fyrir framan tölvu!Jæja eftir helgi úti á landi, nánar tiltekið Grundarfirði, þá er mín komin aftur i siðmenninguna og ekkert smá ánægð með það!! Ég vil ekki vera leiðinleg en útálandi lið er frekar rosalegt, var að vinna á balli í gær og vá hvað ég er þakklát fyrir að búa ekki þarna og að þetta væri líf mitt...mér bara fannst þetta allt eitthvað svo..sveitó, já ég veit borgarsnobb en mér er sama, þetta er bara ekki ég, ég er ekki tilbúin að yfirgefa malbikið.. Og ég meina að fara frá LA til Grundarfjarðar...það er nú bara heldur mikið bil skal ég segja þér!! En já, hvað dregur á daga mína nú spurðu? Já ég skal svara því eftir bestu getu, ég er núna að reyna að vera með fjölskyldunni minni og átta mig á hlutunum þar, mikið og margt í gangi þar eins og flestir vita þannig að við erum bara öll að reyna að ná áttum, suður og norður, helst ekki vestur (if ya know what I mean...)
Allavega þá fer ég í stórborgina Reykjavík á morgun til að sýslast þannig að ef einhver á erindi við mig er ég loksins í "kallfæri". Mér bara líður eins og ég hafi verið í burtu í mörg ár..skrýtið.
Ég blogga á morgu,tími til að fara í háttinn
góða nótt snúllurnar mína
sigga

Engin ummæli: